Um Bluetooth
Með Bluetooth er hægt að tengja tæki og aukabúnað þráðlaust við önnur samhæf tæki,
svo sem síma.
Tæki þurfa ekki að vera í beinni sjónlínu en þau verða að vera í innan við 100 metra
fjarlægð frá hvort öðru ef þau eru bæði Bluetooth-tæki í flokki 1. Ef svo er ekki verða
tækin að vera í innan við 10 metra fjarlægð frá hvort öðru. Hindranir eins og veggir og
önnur rafeindatæki geta haft áhrif á tenginguna.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 3.0 sem styður eftirfarandi snið:
A2DP . Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við
þetta tæki.
Til athugunar: Verið getur að hömlur séu á notkun Bluetooth-tækni í sumum
löndum. Í Frakklandi er til dæmis aðeins heimilt að nota Bluetooth-tækni þessa tækis
innandyra. Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
2