Tengdu móttakarann við tækið þitt
Aðeins er hægt að tengja móttakarann við eitt tæki í einu, en hægt er að skipta um tæki
án þess að truflun verði á spiluninni.
4
Þegar móttakarinn er ekki tengdur er Bluetooth-stöðuljósið hvítt.
Tengst við tæki
Ýttu á valtakkann. Bluetooth-stöðuljósið blikkar og móttakarinn tengist við síðasta
tækið sem var notað með honum. Ef móttakarinn getur ekki tengst við tækið sem var
síðast notað tengist hann við næsta tæki á listanum yfir pöruð tæki.
Ef móttakarinn er ekki tengdur við tæki innan 3 mínútna fer hann í biðstöðu.
Bluetooth-stöðuljósið er blátt þegar móttakarinn er paraður og tengdur.
Ef tengda tækið fer út fyrir drægi Bluetooth reynir móttakarinn að tengjast aftur í 3
mínútur. Ef tækið fer aftur inn fyrir drægið tengist móttakarinn sjálfkrafa aftur.
Skipt um tengt tæki
Ýttu á valtakkann. Móttakarinn tengist við næsta tæki á listanum yfir pöruð tæki.
Hægt er að skipta um tengt tæki hvenær sem er, jafnvel þegar tónlist er straumspiluð.